Category Archives: fjölskylda

Fyrsta bloggfærsla: 26. ágúst 2012

Þetta er svona tilraunar póstur

Er svona að reyna að átta mig á hvernig þetta er gert.

Líklegast mun ég einfaldlega skrifa hér það sem er mér efst í huga í hvert sinni – eða einhverskonar framhaldssögur.

Það verður bara að koma í ljós

Í dag er afmælisdagur Þorleifs afa.

Þorleifur Eyjólfsson, afi var fæddur 26. ágúst 1898 í Hraunshjáleigu, Ölfushreppi, Árnessýslu. Dó á heimili sínu Gautlandi 11 þ. 25. júlí 1973.   Ég man ekki eftir honum nema sem gömlum, hoknum, sjúkum manni.   Yfirbugaður af sorg hefur mér verið sagt, en  2 synir þeirra Ólöfu ömmu, Eyjólfur og Ólafur, drukknuðu 3. október 1953.

Ólafur sem var næst yngsta barn ömmu og afa, fæddur 3. maí 1931, ókvæntur og barnlaus.

Eyjólfur var elsti bróður móður minnar, fæddur 23.06.1923 hann var kvæntur Ingibjörgu og lét eftir sig 3 dætur. Sú elsta Ásta Sigríður fæddist 1945, Lóló þ.e. Ólöf Þórey fæddist 1946 og Gróa Valgerður fædd 1948

Þorleifur afi, eða Þolleifur eins og hann var kallaður átti 12 alsystkyni en 6 þeirra voru dáin þegar ég fæddist.  Ég man eftir Helgu eldri systur hans rúmliggjandi í Bakkárholti, heimsóknum mínum með pabba mínum til yngstra bróður hans Lárusar í Blesugrófinni en Ragna eiginkona hans vissi alltaf hvenær pabbi ákvað að kíkja við hjá þeim því hún heyrði slegið með húslykli í eldhúsgluggann á því augnabliki að pabbi tók ákvörðunina.  Eitt skipti þegar við komum spurði hún pabba hvað kom uppá viku fyrr… en þá hafði komið eitthvað uppá þannig að hann hætti við að heimsækja hjónin.  Ávallt þegar við komum upp brekkuna gekk pabbi að eldhúsglugganum og bankaði í glerið með húslyklinum sínum. og alltaf var Ragna búin að hella uppá kaffi.

Mér hefur verið sagt að afi skammaði mömmu þegar hún var ólétt af mér eða Gunnu systur sem er næst mér í aldri.  Honum fannst einfaldlega nóg komið af barnseignum hjá einkadóttur sinni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under fjölskylda