Einhverfa

En hvað er einhverfa og hvað er einhverfuróf?

Einhverfa og skyldar raskanir er ekki meðfæddur sjúkdómur sem hægt er að lækna, heldur er um taugafræðileg frávik að ræða þ.e. heilinn starfar á annan máta en hjá meirihluta mannkyns.  Og heilastarfsemi tveggja einstaklinga sem greindir eru með einhverfu er jafn ólík og heilastarfsemi einhverfs manns er frá heilastarfsemi hjá þeim sem allir telja að sé „venjulegur maður“ eða uppá enskuna „Neurotypical“  (sjá einnig vefsíðuna http://www.neuro-typical.com ).

Á vef Greiningarstöðvar Ríkisins, www.greining.is eru ýmis fræðsluefni aðgengileg auk þess sem einnig finnst mikið af fræðsluefni á vef Umsjónafélags einhverfra  www.einhverfa.is og góð grein á doktor.is (http://www.doktor.is/www.doktor.is/index56b7.html?option=com_d-greinar&Itemid=36&do=view_grein&id_grein=2175,)

sjá einnig eftirfarandi síður á ensku:

http://psychcentral.com/quizzes/autism.htm

http://www.autism-pdd.net/checklist.html#checklist

Samkvæmt fræðunum er einhverfu greining byggð á hegðunareinkennum sem skiptast í þrjú svið, og tilgreind eru einkenni undir hverju sviði :

  • Félagslegt samspil
  • Mál og tjáskipti
  • Sérkennileg áráttukennd hegðun, nefnd stegld hegðun

„Ódæmigerð einhverfa“ er greiningarflokkur sem þeir lenda í sem ekki uppfylla nægilega mörg einkenni þessara 3ja greiningaflokka við greiningu.

Einhverfuróf eða „the autism spectrum“ er yfirheiti allra einhverfuraskana.  Undir það falla greiningarflokkarnir einhverfa, ódæmigerð einhverfa, Asperger heilkenni, auk heilkennis Retts, Upplausnarþroskaröskun.

Fyrir hugsjónum mínum ber einföld mynd af litrófi þar sem lengst til vinstri er liturinn svo dökkblár (Afhverju blár?  Sjálfsagt var grafið sem mér var sýnt blátt, alveg eins getur það verið gult, rautt, brúnt eða grænt, eða þess vegna grátóna.)  að hann er eiginlega svartur og lengst til hægri er liturinn svo ljósblár að hann er eiginlega (allt að því) hvítur.

dæmigerð einhverfa    ódæmigerð einhverfa          Asperger

Langt til vinstri á þessu grafi þeirra „einhverfuraskana“ sem tilgreindar eru,  fellur dæmigerð einhverfa, þá einhverfa, ódæmigerð einhverfa og Asperger heilkenni síðan lengst til hægri.  Hvar á skalanum/rófinu Upplausnarþroskaröskun og Rett heilkenni falla hef ég ekki hugmynd um,  þar sem ég hef ekki þekkingu á þessum tegundum fötlunarinnar.  Hægra við Asperger má síðan finna SELD og misþroska og hvaðeina sem menn vilja hengja þar á spítuna sem eiginlega teljast ekki  einhverfuraskanir í dag en einkennast að einhverju leiti með einhverfulegri hegðun þeirra sem þjást af „röskuninni“.

Margir eru einungis með lauslega greiningu um að falla inná einhverfurófið, aðra er búið að greina t.d. með; „ódæmigerða einhverfu“ sem kallast „atypical autism“ á ensku, eða „háttstandandi einhverfa“ sem á ensku nefnist „high functunal Autism“,   síðan má alls ekki sleppa greiningunni um „Asperger heilkenni“, sem á enskunni er hið margfræga „Asperger-syndrome“.

Þegar einstaklingur er greindur með þessa en ekki hina „tegund einhverfuraskana“ þ.e. hvort viðkomandi fær greiningu um að vera með einhverfu eða ódæmigerða einhverfu, Asperger heilkenni eða einfaldlega að hann eða hún falli einhversstaðar á einhverfurófinu er litið til hvaða og hve mörg hegðunareinkenni viðkomandi einstaklingur sýnir:

Sjáist a.m.k.  6 greinilega hegðunareinkenni einhverfu, þar af a.m.k. 2 einkenni í félagslegu samspili, auk a.m.k. 1 einkenni í máli og tjáskiptum og  sérkennileg hegðun eða áhugamál m.v. aldur og þroska; fær einstaklingurinn greininguna „einhverfur“ svo framanlega sem hegðunin kom fyrst fram hjá einstaklingnum fyrir 3ja ára aldur og það er ekkert til staðar sem bendir á að um Rett heilkenni eða Upplausnarþroskaröskun geti skýrt tilfellið betur.

Í þeim tilfellum að hegðuneinkennin uppfylla að hluta en ekki öllu leiti ofangreind skilyrði einhverfugreiningar er talað um Ódæmigerða einhverfu sem annað hvort er ódæmigerð þegar litið er til heildarfjölda einkenna eða lágmarksfjölda innan hvers einkennasviðs eða þegar litið er til byrjunaraldurs hegðunarfrávikana.  Samkvæmt fyrrnefndri grein inni á doktor.is hafa engin tilfelli fundist sem voru ódæmigerð í byrjunaraldri.

Aspergerheilkenni:

Algengt er að skilgreina Asperger-heilkenni útfrá einhverfu og „theory of mind“ kenningunni sbr. eftirfarandi:
Munurinn á einhverfu og Aspergerheilkenni hefur stundum verið skýrður á þann hátt að sá sem er með einhverfu lifir oft í eigin heimi og skilur ekki að aðrir hafi hugsanir og tilfinningar. En sá sem er með Aspergerheilkenni lifir hins vegar í okkar heimi, á eigin forsendum, skilur að aðrir hafi hugsanir og tilfinningar, en ekki hverjar þær eru.

Gáfnavísitala eða hvernig einstaklingur stendur sig á stöðluðum gáfnaprófum er eitt af því sem tekið er tillit til við greiningu.  Einstaklingur sem uppfyllir öll skilyrði fyrir einhverfugreiningu og stendur sig vel á gáfnaprófi fær annaðhvort greiningu um Asperger-heilkenni eða „háttstandandi einhverfa“ en eitt af skilyrðunum fyrir greiningu um Asperger heilkenni er einmitt að einstaklingurinn sé með greindarvísitölu yfir 100 stig, þ.e. með a.m.k. meðalgreind.

Önnur atriði sem benda til að viðkomandi geti verið með Asperger heilkenni eru:

  • Eðlislæg vanhæfni  (á ensku qualitative impairment)  í félagslegum samskiptum.
  • Sjáanleg skerðing í beitingu óyrtrar hegðunar og tilhneiging til bókstaflegs skilnings varðandi það sem sagt er.
  • Formföst hegðunarmynstur, afmörkuð áhugaefni

Einnig er talað um eðlislægan klaufaskap, vandamál varðandi þróun skriftar auk óvenjulegra viðkæmni við sérstök hljóð- og skynáhrif.  Einnig eru þekkt tilvik varðandi vandmál við tímastjórnun og skipulagningu, og að skýra hugsanir sínar og hugmyndir munnlega.

sjá nánar á eftirfarandi vefsíðum: http://www.aspergersyndrome.org/Articles/What-is-Asperger-Syndrome-.aspx  og https://gba.hi.is/yn/verkefni/h97/asperger/greining.html

Ýmis atriði sem athugað hefur verið hjá fólki með greiningu á einhverfurófi, ábending á vefsíður:

Hugarkenningin þ.e. Theory-of-mind:

Á árinu 2001 kom út greinargerð frá Simon Baron-Cohen þar sem hann setti fram kenningu sem hann nefndi „Theory of mind“ en hann lýsir kenningu sinni sem eiginleika til að skilja hugsanir og tilfinningar annara.

Nánari og betri upplýsingar er að finna á eftirfarandi vefsíðum:

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=4610

http://www.psychologytoday.com/blog/aspergers-diary/200805/empathy-mindblindness-and-theory-mind

sjá einnig vefsíðuna http://en.wikipedia.org/wiki/Theory_of_mind

Skynjun og Skynúrvinnsla:

Sálfræðingurinn , efnaverkfræðingurinn og líffræðingurinn E. Bruce Goldstein sendi frá sér á árinu 2002 bók sem hann nefndi „Sensation and preception“  þar sem hann m.a. talar  um tvenns konar tilgang með skynjun.  Rannsóknir á fólki með greiningu um þroskaraskanir sem falla undir einhverfurófið hafa sýnt fram á að fólk á einhverfurófinu hefur oft skynjun sem er oft frábrugðin því sem almenn gerist (Jarþrúður Þórhallsdóttir – Önnur skynjun – ólík veröld 2010).  Að okkar alþekktu 5 skilningarvitum ólöstuðum þá er ástæða til að nefna til þátta eins og stöðu og hreyfiskyn, tímaskyn og hópaskynjun auk jafnvægisskyns og alls ekki má gleyma hvernig einstaklingnum gengur að vinna úr hinum ýmsu skynáreitum, þ.e. skyn­úr­vinnslunni sjálfri, en Bergmann og Escalona komu fram með tilgátu á árinu 1949 um að erfiðleika barna með einhverfu mætti rekja til óvenjulegrar skynjunar og vandvæða við skynúrvinnslu. (Jarþrúður Þórhallsdóttir 2010).

Í myndinni „Sólskinsdrengurinn“ kynnumst við íslenskum dreng, Kára sem á við mikil vandamál að stríða þegar kemur að skynjun hans og skynúrvinnslu.  Drengurinn er svo upptekinn af skynjunni sjálfri og á í svo miklum erfiðleikum með skynúrvinnsluna að hann tekur ekki eftir áreitum frá öðru fólki þ.m.t. foreldrum hans og þeim sérfræðingum sem reynt hafa að ná athygli hans á almennt viðurkenndan máta.  Því hefur hann verið talinn þroskaheftur með greindarvísitölu undir 70 stigum.  Í myndinni sjáum við ótvírætt sönnur fyrir því að hann er ekki vitund greindarskertur frekar en aðrir karlmenn sem fram koma í myndinni.  Því tel ég rétt að hafna þeirri kenningu að flestir þeirra einstaklinga sem uppfylla greingingarviðmið einhverfu séu grendarskertir.  Vandinn liggur í skynúrvinnslu einstaklingsins og hvernig öðrum gengur að ná og festa athygli hans við sig.

Því segi ég að sérfræðingarnir okkar eigi erfitt með að greina á milli einstakra einhverfu­raskana og raða okkur einstaklingana sem tilheyrum einhverfurófinu réttilega niður á hinar sérstöku myndanir einhverfuraskana.

Grunn ástæðan tel ég að sé sú að þeir vinna að mestu með börnum sem ekki hafa getu til að gera fólki grein fyrir upplifun sinni og skynjunum, en ekki einu sinni þessir fróðu herrar og frúr hafa getuna til að selflytja sig frá einum líkama til annars og lifa tímabundið á bak við annara manna augu og eyru.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s