Hver er ástæða Einhverfu ?
Einhver spurði mig nýlega hvort einhverfa gæti verið skref í þróun mannsins… Hvort einhverfa gæti verið stökkbreyting í genum. Tíðni greininga inná einhverfuróf er ekki sama og tíðni einhverfurófs „raskana“ hjá mannkyninu í heild. Kannski er rétt að ekki einungis tíðni greininga fer vaxandi, heldur fari einnig tíðni einhverfu vaxandi, við vitum það ekki, en getur verið að hugur „NT mannsins“ sé að þróast í Asperger hugann. Annar spurði hvort einhverfa gæti verið „afturhvarf“ í eldri þróunarskeið mannsins…
Þetta eru spurningar sem leita á mannkyn óháð einstaka afbrigðum á hegðun og eðlislægum viðbrögðum sem við höfum séð hjá börnum okkar á síðustu áratugum, óháð „ofvirkni“ eða „einhverfurófi“ til dæmis telur Dr. Michio Kaku að ekki sé lengur til staðar „valþrýstingur“ sem leiði til breytinga í útliti afkomenda okkar nútímamanna. En í þessu myndbandi á youtube http://www.youtube.com/watch?v=UkuCtIko798 talar hann um „decades“ sem eru áratugir. Þróunarferlið þarf oftast aldir eða árþúsundir til að koma fram í breyttu útliti, allavega nægilega miklum breytingum á útlit og beinabyggingu að viðkomandi telst vera ný dýrategund …